- Advertisement -

Guðlaugur Þór heimskari en ég hélt

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Sem sagt, fákeppni þar sem verðsamráð ríkir og hagsmunir neytenda fyrir borð bornir.

Guðlaugur er maður einokunar og fákeppni!

Hlustaði á rabb Gunnars Smára og Guðlaugs Þórs á Hringbraut í gærkvöld. Þar lýsti sá fyrrnefndi að samkeppni á tímum frjálshyggjunnar hafi dregist saman og markaðurinn færst á hendur tveggja til þriggja fyrirtækja. Sem sagt, fákeppni þar sem verðsamráð ríkir og hagsmunir neytenda fyrir borð bornir. Gunnar Smári vitnaði til stöðunnar á tryggingamarkaði þar sem þrjú fyrirtæki ráða og drottna. Guðlaugur þreytti Þór ringlaði augunum og þóttist eiga mótsvar.

Ég beið spenntur eftir viðbrögðum, en varð fyrir vonbrigðum eins og alltaf þegar Guðlaugur á í hlut. Hann sagði að það væri sko samkeppni á tryggingamarkaði, margir tryggingamiðlarar væru starfandi. Hann gleymdi bara að nefna að þessir miðlarar eru lausamenn hjá tryggingafyrirtækjunum og hugsuðu einungis um næstu þóknun. Öll þeirra tilboð byggja á verðlagningu hinna ráðandi fyrirtækja. Þetta staðfesta bifreiðatryggingar sem hækka stöðugt þrátt fyrir að slysum hafi fækkað. Og þrátt fyrir þessa tryggingamiðlarar. Guðlaugur er maður einokunar og fákeppni!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: