- Advertisement -

Guðlaugur Þór verður aldrei formaður Sjálfstæðisflokksins

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Þó Guðrún hafi gert afdrifarík mistök við stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna þá er hún innmúruð í flokkinn og kann á klukkuverkið.

Niðurstöður Alþingiskosninga eru að Guðlaugur Þór verði aldrei formaður Sjálfstæðisflokksins. Árangur hans í ólöglegu kosningunum var slakur eða sá næst lakasti hjá flokknum í kjördæmunum sex. Hann aflaði aðeins í 20,9 prósent fylgis. Á sama tíma fær núverandi formaður 30,2 prósent fylgi í Suðvestur kjördæmi. Árangur formannsins er aftur á móti í sögulegu samhengi lélegur. Ef flokkurinn trúir því að hann geti stækkað í stað þess að minnka með hverjum kosningum þá verður það ekki með þessa karlmenn í forystu. Báðir hljóta því að hleypa fengsælli aðila að. Einnig er að flokkurinn er klofinn í herðar niður í Reykjavík á vakt Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir náði þriðja lélegasta árangrinum. Hún tók þátt í því að kljúfa flokkinn í í prófkjöri fyrir kosningarnar. Klofningur sem reynt er að fegra með því að segja hann lýðræðisveislu. Hana skortir leiðtogahæfileika og leiftrandi ásjónu. Slíkir eiginleikar ávinnast ekki. Skiptir engu þó hún hafi erft pólitískar skoðanir föður síns í ósjálfstæði sínu. Aukreitis þá hefur Áslaug Arna sýnt alvarlegt dómgreindarleysi í ráðherratíð sinni. Hún er því ekki formannsefni.

Þórdís Kolbrún Gylfadóttir er heldur ekki með nauðsynlega leiðtogahæfileika eða geislandi framkomu. Ég tel því að ísdrottningin Guðrún Hafsteinsdóttir leysi Bjarna Ben af hólmi á komandi landsfundi eða þeim þar næsta. Tími er kominn á kvennkynsformann og Guðrún náði fínum árangri í afstöðnum kosningum. Þó Guðrún hafi gert afdrifarík mistök við stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna þá er hún innmúruð í flokkinn og kann á klukkuverkið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það sem gerir Guðrúnu líklegasta er að hún er vön sérhagsmunagæslu fyrir Kjörís í gegnum Samtök iðnaðarins og atvinnulífsins. Þessa reynslu og hæfni kunna þröngsýnir og sjálfselskir sjálfstæðismenn vel að meta. Einnig er að Sjálfstæðisflokkurinn þarf nauðsynlega á því að halda að skáka vinsældum Katrínar Jak.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: