- Advertisement -

Guðrún er ósammála sjálfri sér!

Guðrún ku ekki vera í góðu talsambandi við sjálfan, horfir í spegil og rífst.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Samtök atvinnulífsins er sífellt með suð um lækkun skatta á fyrirtæki og minni ríkisútgjöld, þ.e. minni sameiginleg velferð. En þetta er nú samt ýmist eftir því hver talar. Skoðum dæmi.

Hagfræðingur Samtaka iðnaðarins skrifaði nýlega grein um hvernig efla má samkeppnishæfni Íslands og leggur fram áratuga gamlar hugmyndir. Skoðum eina. „Innviðir séu í góðu ástandi og uppfylli þarfir atvinnulífs og almennings“. Þetta kallar á aukin ríkisútgjöld á sama tíma og hin samtökin heimta minnkandi útgjöld.

Stuðningsreikningur Miðjunnar er 515-26-521009-2920.

Ekki er möguleiki að átta sig á stefnu sérhagsmunageirans á Íslandi. Guðrún Hafsteinsdóttir Kjörísdrottning gleymdi víst að tala við sjálfan sig um stefnuna. Hún er nefnilega bæði formaður Samtaka iðnaðarins, sem vill meiri ríkisútgjöld, og svo situr hún einnig í stjórn Samtaka atvinnulífsins, sem heimtar minni ríkisútgjöld. Guðrún ku ekki vera í góðu talsambandi við sjálfan, horfir í spegil og rífst.

Svo verð ég að minnast á aðra hugmynd hagfræðingsisns í umræddri grein sem er að „Íslenskar vörur og fyrirtæki hafi jákvæða ímynd í samanburði við erlenda valkosti“. Er ekki rétt að hagfræðingurinn sendi þessa hugmynd til Samherja og Namibíu og leiti álits.