- Advertisement -

Guðrún sigldi eigin trausti í gjaldþrot!

Mat mitt er að Guðrún er rúin öllu trausti.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, skrifar um mikilvægi samnings um EES fyrir Ísland í pistli á Vísi. Formaðurinn talar aftur á móti ekkert um grundvöll sjálfs samningsins, traust. Milli manna, þjóðþinga og stjórnkerfa.

Þegar Ísland gerðist aðili að EES naut landið trausts á alþjóðavettvangi. Þar skipti traust manna á millum miklu. Naut ákveðinn ráðherra meira trausts en aðrir. Þannig að traust til eins manns getur skipt verulega miklu máli.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tyrkland hefur lengi sýnt áhuga á aðild að Evrópusambandinu og þar með að EES samningnum, en fær ekki. Ástæðan er skortur á trausti til núverandi ráðamanna Tyrklands.

Mat mitt er að Guðrún er rúin öllu trausti. Hefur hún sýnt í verki bæði tvöfeldni og óheiðarleika gagnvart viðsemjendum sínum.

Sem formaður iðnaðarins skrifaði hún á vormánuðum undir Lífskjarasamninga sem kveða skýrt á um að vinna skal að lækkun vaxta í landinu. Skömmu síðar lækkaði Seðlabanki Íslands vexti og lagði þannig sitt lóð á vogarskálarnar. Örskömmu síðar stóð Guðrún ásamt öðrum stjórnarmönnum Lífeyrissjóðs verslunarmanna að vaxtahækkun hjá sjóðnum. Sem sagt, Guðrúnu er ekki treystandi. Hún segir eitt en gerir annað.

Ráðlegg ég henni að segja sig frá öllum trúnaðarstörfum fyrir atvinnurekendur í landinu. Þar með tel ég setu hennar í stjórn lífeyrissjóðsins. Lífskjarasamningar eru í hættu vegna framgöngu Guðrúnar. Of miklir hagsmunir eru í húfi til að hennar persóna sé að þvælast fyrir!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: