- Advertisement -

Gullkálfurinn

Er eitthvað sanngjarnt eða eðlilegt við það að peningar greiði lægri skatta en mannfólkið?

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Sá sem á 100 milljónir króna í reiðufé og fær 8 milljónir króna í fjármagnstekjur í 3 prósent verðbólgu er ekki undir miklum álögum frá skattinum. Hann greiðir einungis skatt af fjármagnstekjum sem eru umfram verðbólgu og fyrstu þrjú hundruð þúsund krónurnar eru skattfrjálsar frá næstu áramótum. Þegar allt er reiknað saman þá er raunskattbyrði þessa einstaklings 12,9 prósent. Hann mun hafa 580.500 krónur til ráðstöfunar eftir skatta.

Á sama tíma verður raunskattbyrði launþega með 8 milljónir króna í árslaun 27 prósent. Hann mun hafa 487 þúsund krónur til ráðstöfunar á mánuði. Hér munar rúmlega 93 þúsund krónum mánaðarlega þó báðir noti alla innviði samfélagsins með sambærilegum hætti. Á ferðinni er kerfisbundin mismunun á tekjuformum, sem hefur aukist í tíð núverandi ríkisstjórnar. Er eitthvað sanngjarnt eða eðlilegt við það að peningar greiði lægri skatta en mannfólkið?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: