Greinar

Gunnar Gunnarsson var ekki nasisti

By Ritstjórn

September 06, 2020

Sigurður G. Tómasson skrifar:

Gunnar Gunnarsson var ekki nasisti. En hann var hrifinn af ýmsu í þriðja ríkinu, bækur hans seldust afar vel í Þýskalandi og hann var þar aufúsugestur. Hann fór í fyrirlestraferð á vegum nasistafélags, lét hirðarkitekt Hitlers teikna húsið sitt og þáði boð um að fara á fund foringjans. Hann kaus að horfa fram hjá skuggahliðunum, gyðingaofsóknum, einræði, bókabrennum og fangelsunum stjórnarandstæðinga. Kannski ræddi hann um allt þetta þegar hann hitti Adolf leiðtoga. Var þetta þá ekki bara allt í þessu fína hjá Gunnari? Hvað finnst Rósu Björk?