- Advertisement -

Gunnar Smári og Hannes Hólmsteinn

Gunnar Smári skrifar:

Youtube er skrítið og er alltaf að reyna að velja fyrir okkur. Á ferð minni í kvöld kom þetta upp; samtal Helga Seljan við okkur Hannes Hólmstein 3. október 2008, föstudaginn fyrir helgina sem leiddi til hruns bankakerfisins, sem varð opinbert á mánudeginum 6. október. Samtalið byrjar á 2:25

Þarna lá ljóst að bjarga þurfti þeim hluta hagkerfisins sem innihélt raunveruleg verðmæti, taka innlendan bankahluta út úr bankakerfinu og láta hitt gossa. Sem var leiðin sem var farin, vegna þess að það var (blessunarlega) eina færa leiðin. Vandinn var hins vegar að heimilin voru ekki varin fyrir höggbylgjunni sem fylgdi á eftir Hruninu, skaðinn sem einstaklingar og fjölskyldur urðu fyrir var ekki bættur. Það hafa orðið mest langvarandi afleiðingar Hrunsins (sem ætti náttúrlega að kalla bankaránin miklu), margt af því fólki gengur enn haltrandi eftir stórkostleg efnahagslegt högg.

Ég held að sú saga hafi ekki verið nægjanlega vel skráð. Við ættum að skrá kerfislega sögu fórnarlamba Hrunsins, gæta þess að þær sögur gleymist ekki. Og láta anda þeirra sagna benda okkur á leiðina út úr því efnahagsáfalli sem við erum að ganga gegnum núna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: