Fréttir

Gylfi ósáttur með forystu ASÍ

By Miðjan

September 29, 2020

„Það er ekk­ert laun­ung­ar­mál að orðræðan er bein­skeytt­ari og sam­skipt­in líka. Það er held­ur eng­in laun­ung að ég gaf ekki kost á mér á sín­um tíma þar sem ég taldi mig ekki geta staðið fyr­ir svona stefnu og fram­göngu. Ég vildi nálg­ast hlut­ina öðru­vísi og gerði það. Þetta kem­ur mér því ekk­ert á óvart,“ seg­ir Gylfi Arn­björns­son, fyrr­ver­andi for­seti Alþýðusam­bands Íslands (ASÍ). Vís­ar hann í máli sínu til orðræðu og fram­komu verka­lýðsfor­ingja.

Þetta er tekið úr viðtali Moggans við Gylfa.

Í Mogganum segir Gylfi að staðan á vinnu­markaði sé mjög snú­in. Hún sé þó ekki óþekkt, en áhyggju­efni er að aðilar ræðist ekki við. „Það hef­ur alltaf verið tal­sam­band milli sam­tak­anna þannig að hægt sé að máta hug­mynd­ir. Miðað við frétt­ir virðist svo ekki vera og það eitt og sér end­ur­spegl­ar al­var­leika stöðunn­ar,“ seg­ir Gylfi.

Gylfa þóknast ekki það fólk sem tók við af honum í forystu samtaka launafólks. Hann nefnir hins vegar hvergi hina óvenju herskáu forystu Samtaka atvinnulífsins.