- Advertisement -

Hænuskref

Bankinn er á réttri leið þó hann hlaupi enn sem komið er mjög hægt.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Í dag ber að fagna hænuskrefi Seðlabankans, sem ákvað loks að fara með stýrivexti landsins undir eitt prósent. Sjálfur var ég búinn að spá fyrir um lækkunina, en tel að bankinn sé feiminn í sínum aðgerðum. Aðrir þróaðir seðlabankar eru fyrir löngu búnir að færa vextina niður í eða að núllinu og jafnvel undir núllið eins og Danir. Sífelld hænuskref bankans og tafir  á magnbundinni íhlutun hefur unnið gegn efnahagslegum almannahagsmunum og tefur fyrir viðsnúningi landsins. Afleiðingin er að nú þegar hafa tveir ríkisbankar séð ástæðu til að hækka eigin útlánsvexti og vaxtaálag. Hvoru tveggja er vont miðað við núverandi aðstæður, en aukin útlánasamkeppni er framundan. Hænuskrefið sendir aftur á móti auðskilin skilaboð inn á markaðinn og tel ég að langtíma vextir sveigist nú niður á við. Bankinn er á réttri leið þó hann hlaupi enn sem komið er mjög hægt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þó verðbólga á Íslandi sé vaxandi og komin í 4 prósent þá er það nú svo að hún er heimatilbúin að mestu leyti og hefði mátt koma í veg fyrir hana. Fordæmalausar aðstæður réttlæta að vikið sé frá verðbólgumarkmiðum tímabundið eins og Seðlabanki Bandaríkjanna gerir nú um stundir. Þar er öll athyglin á atvinnuleysið. Ég tel að búast megi við hóflegum verðþrýstingi á næsta ári og er því engin ástæða til annars en að fara með stýrivextina strax niður í núllið eins og á hinum Norðurlöndunum samanber myndin sem fylgir. Þetta segi ég að því gefnu að krónan lendi ekki í auknum ógöngum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: