- Advertisement -

Hæstaréttardómari í vanda vegna spillingar

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Í þessu samhengi er vert að benda á að Sjálfstæðisflokkurinn og sægreifar voru á móti nýju stjórnarskránni. Má því segja að Hæstiréttur hafi rænt þjóðina völdum eins og Ginni Thomas gerði tilraun til.

Í síðustu grein „Eiginkona hæstaréttardómara hvetur til valdhttps://www.midjan.is/eiginkona-haestarettardomara-hvetur-til-valdarans/aráns“ sagði ég ykkur frá því að eiginkona Clarence Thomas hæstaréttardómara við Hæstarétt Bandaríkjanna hafi verið virk í baráttu Donalds Trump að ræna völdum frá bandarísku þjóðinni. Nú staðhæfa fjölmiðlar þar vestra með rökum að hæstaréttardómarinn hafi vitað af árás eiginkonunnar á stjórnarskrá landsins og lýðræðið.

Donald Trump barðist síðan fyrir því að ýmis gögn Hvíta hússins tengd valdaránstilrauninni yrðu ekki gerð opinber og fór málið fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Aðeins einn hæstaréttardómari tók undir kröfur forsetans fyrrverandi eða Clarence Thomas eiginmaður Ginni Thomas. Ekki aðeins er dómarinn búinn að tapa öllum trúverðugleika um að vera hlutlaus í dómarastörfum heldur er hlutleysi og virðing réttarins undir árás. Það eru einmitt plebbar eins og Clarence Thomas, sem valda því að Íslendingar gefa eigin dómstólum ítrekað falleinkunn í skoðanakönnunum.

Íslendingar efast ekki um spillta menningu dómstólanna. Dómar og úrskurðir hafa fallið, sem ekki byggja á landslögum heldur persónulegum tengslum dómara við málsaðila eða pólitískum samböndum dómara við Sjálfstæðisflokkinn. Og ekki er langt síðan að skjali var lekið úr Hæstarétti til fjölmiðils sem sýna átti hvernig tiltekinn hæstaréttardómari gekk milli annarra dómara og afhenti þeim umrætt gagn í meintri tilraun til að hafa áhrif á niðurstöðu í hrunamáli. Málið tengdist vini hins ákafa og ritglaða hæstaréttardómara.

Dæmin eru mörg um spillta hegðun íslenskra dómara. Bæði ný og gömul. Það mál sem líkist máli Clarence og Ginni Thomas er dómur sem féll um framkvæmd kosninga um nýja stjórnarskrá. Þjóðin var búin að semja og samþykkja með miklum yfirburðum nýja stjórnarskrá, sem kennd er við stjórnlagaráð alþýðunnar. Kosningin var dæmd ólögmæt á tæknilegu smáatriði. Ekki löngu síðar í óskyldu máli þá féll dómur um sama smáatriði á annan veg. Tæknilegi gallinn þótti þá ekki skipta neinu máli nema þegar hindra átti framgöngu nýju stjórnarskrárinnar. Í þessu samhengi er vert að benda á að Sjálfstæðisflokkurinn og sægreifar voru á móti nýju stjórnarskránni. Má því segja að Hæstiréttur hafi rænt þjóðina völdum eins og Ginni Thomas gerði tilraun til.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: