Fréttir

Hafa ekki rætt að Bjarni verði forsætisráðherra

By Miðjan

May 06, 2014

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hafa lítillega og óformlega rætt um breytta skipan ráðuneyta milli flokkanna.

Þessu svaraði Bjarni Benediktsson, aðspurður í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni, liðinn sunnudag.

Bjarni sagði ekkert til í að Sigmundur Davíð og hann hafi talað um hvort Bjarni tæki við forystuhutverki ríkisstjórnarinnar af Sigmundi Davíð og settist í stól forsætisráðherra.