- Advertisement -

Hafa lækkað veiðigjöldin um milljarða

Ágúst Ólafur Ágústsson:
Laxveiðimenn greiða meira í veiðileyfagjöld en útgerðin.

Alþingi / „Ég dýrka þessa umræðu, hvort veiðileyfagjöldin hafi hækkað eða lækkað. Veiðileyfagjöldin voru 11,2 milljarðar þegar þessi ríkisstjórn tók við, eru núna fimm,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingu eftir að Bjarni Benediktsson hafði sagt eins og Miðjan hefur skrifað um:

„Aðeins fyrst um veiðileyfagjöldin af því að því er haldið fram að þau hafi verið lækkuð, sérstaklega á þessu kjörtímabili, sem er rangt. Það sem er að gerast er einfaldlega það að afkoma útgerðarinnar hefur versnað. Það skilar sér í lægri gjöldum. Hið rétta er að á undanförnum árum hafa verið slegin met í töku veiðigjalda af íslenskum sjávarútvegi.“

Þegar Ágúst Ólafur Ágústsson flutti ræðuna kallaði Bjarni fram í: „Afkoman.“

„Já, afkoman hefur breyst. Þetta er lækkun, 11 í fimm er lækkun í öllum stærðfræðibókum sem ég hef séð,“ sagði Ágúst Ólafur og hélt áfram: „Nú eru veiðileyfagjöld það lág að þau duga ekki einu sinni til að mæta þeim kostnaði sem ríkið verður fyrir við að þjónusta greinina. Laxveiðimenn greiða meira í veiðileyfagjöld en útgerðin. Og í þokkabót var lögfest sérstök skattalækkun til útgerðarfyrirtækja sem kaupa stór skip. Þetta eru staðreyndirnar sem ég er krítískur á. Þetta þarf fólk að hafa í huga í næstu kosningum.“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: