Hagspá 2020: Fíllinn í stofunni
Úr Hagspá Jóhann Þorvarðarsonar:
Krónan er berskjölduð og í veikingarham. Sá einstaki atburður að Seðlabankinn standi í ráðabruggi með lífeyrissjóðum landsins til að verja krónuna fyrir veikingu fæst ekki staðist. Næsta víst er að krónan gefur eftir þegar sjóðirnir byrja aftur að fjárfesta erlendis í haust og standa þar með vörð um hagsmuni sjóðfélaga. Samhliða öllu þessu þá gerir spáin ráð fyrir að bandaríski dollarinn muni veikjast út árið og fara yfir 1,18 dollar að verðgildi gagnvart evru. Líkindi eru síðan til þess að dollarinn tapi meiru af virði sínu á næsta ári og gæti hjakkað á bilinu 1,2 til 1,26 dollar gagnvart evru. Þetta hefur áhrif á virði krónunnar og er því spáð að evran muni fara yfir 170 krónur síðar á árinu eða snemma á því næsta nema Seðlabankinn ætli að nýta æ stærri hluta gjaldeyrisforðans í glórulaus inngrip. Sú staða er komin upp á íslenskum gjaldeyrismarkaði að stjórnvöld þurfa að koma niður á jörðina og hugleiða alvarlega að taka krónuna tímabundið af markaði. Í dag eru stunduð áhættusöm inngrip og ráðabrugg með lífeyrissjóðum til varnar krónunni. Bæði er vont og ekki verjandi að ráðskast sé þannig með fjárhagslega hagsmuni sjóðfélaga til að verja ósynda krónu. Spáin útilokar ekki að nýju verðmyndunarkerfi verði tímabundið komið á til varnar íslensku hagkerfi.
Hér er hægt að sjá Hagspána í heild sinni.