Ferðamannafjöldinn
Jóhann Þorvarðarson hefur, fyrir Miðjuna, unnið hagspá fyrir yfirstandandi ár. Hér er hægt að lesa spána í heild sinni.

Helsti áhættuþátturinn við mat á fjölda erlendra ferðamanna til landsins er að veiran valdi annarri lokun eða takmörkunum á almennri umgengni eins og í vor. Í spánni var litið til fjölda ferðamanna sem höfðu komið til landsins fyrir lokun og þess vaxandi fjölda sem komið hefur eftir opnum Landamæra. Ísland hefur tækifæri til a skapa sér sérstöðu vegna góðs árangurs í veiruvörnum. Sá kærkomni möguleiki ferðamanna að geta dreift vel úr sér í fámenninu um landið og notið alls þess sem landið býður upp á er aðdráttarafl. Út frá ýmsum forsendum og líkindareikningi var framreiknað og eru grænu og gulu súlurnar á myndinni líklegasta niðurstaðan um fjölda erlendra ferðamanna á árinu. Fjöldi erlendra ferðamanna á síðasta ári fór rétt yfir 2,2 milljónir manna þannig að hagspáin reiknar með 32-40 prósent endurheimt erlendra ferðamanna.