- Advertisement -

Hagspáin: Verðbólga verður 4,5 prósent

Ný hagspá Jóhanns Þorvarðarsonar.

Krónan veikist og hækkandi innflutningsverð vætlar inn í verðlagið. Verðbreytingar síðustu sex mánaða umbreytt á ársgrundvöll færir okkur 3,8 prósent verðbólgu. Framreiknuð verðbólga síðustu fimm mánuði stefnir árs  verðbólgu í 6,45 prósent. Þessi þróun mun finna farveg inn í verðbólguvæntingar þó sumir láti óskhyggju um annað flækjast fyrir sér.

Nýjar mælingar HMS segja okkur að nokkuð fjör einkenni fasteignamarkaðinn í kjölfar mikilla vaxtalækkana á markaði. Verð á íbúðarhúsnæði er upp um meira en 3 prósent á höfuðborgarsvæðinu eða um 1 prósent að raunvirði miðað við maí og júní á síðasta ári. Verðhækkanir utan svæðisins hafa ekki enn gert vart við sig og í raun lækkað um prósentustig. Hér gæti verið um tafin áhrif að ræða eins og áður hefur sést á fasteignamarkaðnum. Hagspáin gerir ráð fyrir áframhaldandi fjöri á fasteignamarkaði út árið. Launabreytingar hafa einnig átt sitt framlag til verðhækkana þrátt fyrir nokkurn slaka í hagkerfinu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í kjölfar sumarútsölu má vænta að slakni á bólgunni í stutta hríð. Verð á olíu og öðrum mikilvægum hrávörum hefur verið að koma til baka og náð vissum stöðugleika. Ekki er við því að búast að verðlækkanir hrávöru fyrr á þessu ári hafi afgerandi áhrif á verðlag  á Íslandi á þessu ári. Hagspáin reiknar með að verðbólga ársins verði í námunda við meðaltal aldarinnar eða um 4,5 prósent.

Sjá alla hagspána hér.Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: