- Advertisement -

Hálf karað svar ráðherra

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Ásmundur Daðason ráðherra svaraði á Alþingi hvað það kostar ríkissjóð að falla frá skerðingum almannatrygginga vegna tekna frá lífeyrissjóði. Málið er mörgum mikilvægt og aðkallandi.

Ráðherrann segir kostnaðinn vera 38 milljarðar. Talan sem slík segir ekki mikið og því nauðsynlegt að setja hana í samhengi.

Ef tekið væri tillit til aukinna skatttekna ríkisins ef skerðingar yrðu lagðar af reynist fjárhæðin vera aðeins 24 milljarðar eða 2,7% af tejum ríkissjóðs. Þetta er gróf nálgun og merkir að ríkið þyrfti að auka tekjur sínar um aðeins þessi 2,7% eða skera niður á móti.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svo er það útfærslan á þessu. Ég hygg að fáir séu að tala fyrir því að einstaklingar með mjög ríflegan lífeyrissjóð eigi að fá greiðslur frá almannatryggingum. Umræðan virðist snúast um að þeir sem eru fastir á horriminni verði lyft upp í sanngjarnar framfærslutekjur. Þannig að viðbótarútgjöld ríkisins yrðu miklu lægri en 24 milljarðar.

Þá er þeirri spurningu ósvarað af hverju er ekki búið að framkvæma þetta? Því er auðsvarað, það vantar pólitískan vilja. Lífsafstaða bláu handarinnar kemur í veg fyrir réttlætið.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: