- Advertisement -

Hálf milljón manna í verkfall á Bretlandseyjum

Jóhann Þorvarðarson:

Það er því, eins og við var að búast, ekki annað en áróður hjá Samtökum atvinnulífsins að halda því fram að það sé óþekkt að aðeins lítill hluti félagsmanna í stéttarfélagi taki ákvörðun um verkföll.

Á morgun hefst verkfall á Bretlandseyjum og tekur það til 500.000 opinberra starfsmanna. Verkfallið nær til dæmis til kennara og annarra starfsmanna menntastofnana, lestarstjóra og strætóbílstjóra. Krafan er að kaup hækki í það minnsta um ársverðbólgu.

Ef verkfallið er sett í hlutfall við fjölda opinberra starfsmanna þá teljast tæplega 9 prósent opinberra starfsmanna fara í verkfall á morgun. Til samanburðar þá stefnir í að um 5 prósent félagsmanna Eflingar verði komnir í verkfall á næstunni og fer þeim síðan fjölgandi miðað við yfirlýsingar félagsins.

Það er vel þekkt meðal vestrænna lýðræðisþjóða að við upphaf verkfalla fari lítill hluti stéttarfélags í verkfall til að byrja með. Það er gert til að leggja áherslu á alvarleika kjarabaráttunnar um leið og reynt er að valda takmörkuðum skaða á efnahagsstarfseminni. Þeim fer síðan fjölgandi allt eftir því sem kjaraviðræður dragast á langinn. Það er því, eins og við var að búast, ekki annað en áróður hjá Samtökum atvinnulífsins að halda því fram að það sé óþekkt að aðeins lítill hluti félagsmanna í stéttarfélagi taki ákvörðun um verkföll.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: