Stjórnmál

Hanna Katrín gefur Kristjáni engin grið

By Miðjan

June 08, 2021

Hanna Katrín ýtir enn við Kristjáni

„Talandi um skýrslur. Það er þessi frá hæstvirtum sjávarútvegsráðherra, um eignarhald stærstu útgerðarfyrirtækja í íslensku atvinnulífi, um ítök þeirra stóru útgerðarfyrirtækja sem hér sækja sjó, í náttúruauðlind okkar Íslendinga allra, og ítök þeirra í íslensku samfélagi í gegnum fjárfestingar í íslensku atvinnulífi, í fyrirtækjum sem ekki eru starfandi eða tengd sjávarútveginum. Nú er ég, og við sem báðum um þessa skýrslu, búin að bíða í um hálft ár og það er lítið sem ekkert að frétta,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson á Alþingi í dag.

„Þó þetta, sem ég vona að sé ekki rétt, sem ég hef spurnir af úr ráðuneytinu, að vinnan sé ekki hafin, að enginn kannist við þá vinnu sem þar á að hafa átt sér stað. Ég óska liðsinnis hæstvirts forseta sem hefur gripið inn í a.m.k. einu sinni, til að upplýsa um það hvenær við fáum þessa skýrslu, ef ekki nákvæmlega þá hver staða vinnunnar er,“ sagði hún.