- Advertisement -

Hataraáhrifin?

En trompið í ár gæti komið úr óvæntri átt.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Hagstofan og bankarnir reikna sig niður í efnahagslegan samdrátt í ár. Telja jötnarnir að WOW áhrifin verði mikil í ferðaþjónustunni og að loðnubrestur á útmánuðum segi til sín. 

Greinarhöfundur telur að hagvöxtur í ár fari ekki undir 1,8% og að jötnarnir þurfa að uppfæra spár sínar. Inn í þær vantar mikilvæga þætti.  

Þú gætir haft áhuga á þessum

Aukin makrílveiði mun vega rúmlega upp loðnubrestinn á útmánuðum eftir að Alþjóða hafrannsóknarráðið meira en tvöfaldaði veiðiráðgjöf sína nýverið. Svo eru áhrif laxeldis á efnahagsumsvif sífellt vanmetin.  

Svo hafa fréttatilkynningar verið að berast um að fleirri flugfélög séu að bætast í hóp þeirra sem flugja til landsins. Til dæmis Transavia sem áætlar flug allt árið frá Evrópu. United Airlines er að hefja daglegt flug frá New York yfir sumarið. Önnur félög haf aukið flugtíðni sína allt árið eins og til dæmis Wizz Air og British Airways er að undirbúa það sama. Þetta gerir meira en að vega upp færri flug hjá Easy Jet. Svo fer að koma að því að Boeing Max vélarnar hjá Icelandair útskrifist, en nýjustu áætlanir miða við júlí mánuð.  

En trompið í ár gæti komið úr óvæntri átt. Hataraáhrifin gætu verið hvalreki enda fékk Ísland góða kosningu hjá almenningi í Evrópu. Ókeypis Eurovision athygli var súper landkynning. Í kjölfarið komu logandi samfélagsmiðlar og umfjallanir í heimsfrægum skemmtiþáttum. Þetta er alvöru og Ísland gæti notið góðs af í lengri tíma ef rétt er unnið úr stöðunni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: