- Advertisement -

Hefur ekki trú á Kolbeini

Dagfari Hringbrautar hefur ekki mikla trú á að þingmanninum Kolbeini Óttarssyni Proppé takist að tryggja sér þingsæti með því að færa sig yfir í Suðurkjördæmi:

Ari Trausti Guðmundsson, núverandi þingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, hefur lýst því yfir að hann gefi ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Fram hefur komið að Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður flokksins í Reykjavík, vill freista þess að fá stuðning innan flokksins til að leiða listann í Suðurkjördæmi. Hann hefur greinilega gert sér ljóst að hann muni ekki ná kjöri í Reykjavík og hefur því ákveðið að róa á önnur mið. Af því tilefni hefur Kolbeinn rifjað upp að undanförnu gömul ættartengsl í sveitum á Suðurlandi mörgum til mikillar skemmtunar. Hins vegar bendir allt til þess að fyrsta sætið gæti fallið Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur í skaut, gefi hún kost á sér. Heiða Guðný er nú varaþingmaður flokksins í Suðurkjördæmi. Hún er mikil kjarnorkukona, sauðfjárbóndi í Skaftártungum, harður náttúruverndarsinni og stórglæsileg manneskja í alla staði. Hún er af mörgum talin bjartasta vonin í flokki Vinstri grænna og þeirra eina von til að tryggja flokknum fylgi í kjördæminu. Gefi hún kost á sér er engin von fyrir Kolbein Óttarsson Proppé – þó hann finni allnokkra gamla frændur í uppsveitum Árnessýslu!

Gefi Heiða Guðný kost ár sér í efsta sæti listans í Suðurkjördæmi, má ætla að flokkurinn fái einn mann kjörinn í öllum kjördæmum, eða sex samtals. Bætist sjöundi þingmaðurinn við, kæmi hann væntanlega úr Reykjavík norður, þó skoðanakannanir Maskínu dragi ekki upp vænlega mynd af stöðu flokksins þar nú sem stendur.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: