- Advertisement -

Hefur launþegahreyfingin raunverulegan áhuga á kjarabótum?

Jóhann Þorvarðarson:

Taka þarf umræðuna um aðild Íslands að Evrópusambandinu upp að nýju. Við erum hvort sem er komin langleiðina þangað inn í gegnum Evrópska efnahagssvæðið, en njótum samt ekki hagræðisins og öryggisins sem fylgir evrunni.

Fyrir mér þá blasir það við að ýmsir forystumenn launþegahreyfinga hafa takmarkaðan áhuga á kjarabaráttunni, en þiggja samt há laun fyrir. Nýgerðir samningar bera þetta með sér. Í þeim nýjasta er kveðið á um að efla þurfi samkeppni milli fyrirtækja á Íslandi. Þetta er gömul lumma, en markmiðið næst ekki nema að Íslendingar losi sig við íslensku krónuna. Þar til þá verður fákeppni á landinu.

Í kjarasamningunum er einnig sagt að ná þurfi vöxtum niður, en það gerist heldur ekki á meðan við erum með íslensku krónuna nema þá að upp komin aftur aðstæður eins og í heimsfaraldrinum. Á sama tíma og stýrivextir eru 6 prósent á Íslandi þá eru þeir 2 prósent á evrusvæðinu jafnvel þó verðbólgan sé sambærileg, samanber myndin.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Að fjalla ekki um nauðsyn þess að taka upp evruna til að ná markmiðunum tveimur er merki um að hugur fylgi ekki máli. Taka þarf umræðuna um aðild Íslands að Evrópusambandinu upp að nýju. Við erum hvort sem er komin langleiðina þangað inn í gegnum Evrópska efnahagssvæðið, en njótum samt ekki hagræðisins og öryggisins sem fylgir evrunni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: