- Advertisement -

Heima er bezt: Bjarnaborg / Barnaborg

Í næsta tölublaði Heima er bezt verður litið við í Bjarnaborg í árdaga þessa fyrsta fjölbýlishúss á Íslandi. Hér eru þrjú brot úr greininni:

„Fiskvinnan og ýmis þjónusta voru helstu störf kvennanna. En þarna bjuggu líka tvær kennslukonur, spákona og miðill. Á þessum árum tíðkaðist ekki að giftar konur ynnu utan heimilisins ef þær komust af án þess. Ekkjur og einstæðar konur unnu hins vegar utan heimilisins og voru þá stór hluti framfærenda í Bjarnaborg. Í öllum tilvikum hjálpuðu börnin til eftir því sem þau gátu.“

„Amman í fjölskyldunni stjórnaði heimilisstörfum og sá um að allt gengi sinn vanagang þar innan veggja. Allt þurfti að spara. Hún nýtti til dæmis alltaf kaffikorginn jafnóðum og þurfti þá ekki eins mikið kaffi á könnuna. Á tímabili var líka hægt að fá gefins korg á Hótel Skjaldbreið í Kirkjustræti. Fólk fékk kaffikorginn í fötu og sauð hann upp í ketilkaffi. Magdalena var ömmu sinni til aðstoðar og komst snemma upp á lag með að strauja, þrífa og ganga frá. Hún tók til á morgnana, fór í sendiferðir, keypti í matinn og eldaði. Á sumrin vann hún líka á Kveldúlfsstakkstæðunum neðan við Bjarnaborg seinni part dagsins. Þar gátu krakkarnir fengið vinnu strax og þeir voru tíu ára gamlir.“

„Stundum lásu konurnar líka bækur saman á kvöldin. Þegar Bréf til Láru kom út fengu eldhúskonurnar hana lánaða og skemmtu sér vel yfir henni. Eldhúsið var aðalsamkomustaðurinn og systrunum fannst ósköp notalegt að vita af þeim öllum þar sælum og ánægðum.“

Áskrifarsíminn er 823 2777 og eins er hægt að hafa samband á sme@sme.is.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: