- Advertisement -

Heima er bezt: Enginn flýr örlög sín

Heima er bezt: Enginn flýr örlög sín

Bónda nokkrum hafði verið spáð því, að hann myndi drukkna í sjó. Ákvað nú bóndi að láta spá þessa ekki rætast og gætti þess að fara aldrei á sjó, enda þótt útræði væri af bæ þeim, er hann bjó á. Dag nokkurn komu vinnumennirnir úr róðri og hengdu föt sín frammi í bæjardyrum samkvæmt venju. Um kvöldið fór; bóndi fram, en kom ekki inn aftur.

Þegar farið var að svipast eftir honum, kom í ljós, að lekið hafði úr olíufötunum og myndast pollur í bæjardyrunum. Fannst bóndi drukknaður í pollinum.


Auglýsing