- Advertisement -

Heima er bezt: Fyrsti vélstjórinn

Sýnishorn úr næsta blaði:

„Allir þessir menn fengu sína fyrstu þekkingu í meðferð og hirðingu véla á hvalveiðistöðvum, og Norðmenn starfræktu á Vestfjörðum (Önundarfirði, Dýrafirði og víðar). Á þessu stöðvum voru mjög góð verkstæði, sem Norðmenn áttu, einkum þó í Önundarfirði, og störfuðu þar aðeins úrvals smiðir frá Noregi og Svíþjóð.“

„Það voru miklir erfiðleikar á því, að fá forráðamenn þjóðarinnar til þess að skilja það, að nauðsynlegt væri að skipuleggja þetta starf, og fólkið gat ekki skilið, að vélgæsla væri svo mikið atriði fyrir framtíð þjóðarinnar, að eyða þyrfti miklum tíma í að tala um það, svo rígbundin var þjóðin við seglin og árarnar. En þessir menn létu það ekkert á sig fá, heldur þjöppuðu þeir sér fastara saman og ákváðu að mynda með sér félag til að ræða mál sín enn betur og sameina alla þá krafta, sem völ var á. Þar var því 20. febrúar 1909, að átta menn, sem stunduðu vélgæslu í Reykjavík, stofnuðu félag, sem þeir nefndu Vélstjórafélagið Eimur. Skömmu siðar var þessu nafni breytt og félagið nefnt Vélstjórafélag Íslands.“

Tekið er við nýjum áskrifendum á sme@sme.is.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: