- Advertisement -

Heima er bezt: Hrakningar á Kaldadal

Jón Bergmann Gíslason skrifaði eigin ferðasögu árið 1927. Hann fór ríðandi úr Flóanum og norður í land. Hann vill til Eyjafjarðar. Ferðasagan hans er skemmtileg. Hér er brot af þeirri umfjöllun sem verður í næsta tölublaði Heima er bezt:

„Það var leiðinlegt veður þarna inni á óbyggðinni í þetta skifti, ofsarok og koldimm þoka, sem byrgði alla útsýn. Það er algengt á fjöllum, að saman fari þoka og rok, en það er sjaldgæfara niðri í byggð, svo að sumum mun ef til vill þykja, að það sé skrítin samtenging, en lýsing mín á Kaldadalsþokunni verður ekki nema svipur hjá sjón á móts við þokuna, sem síðar verður um getið í kaflanum „Tunguheiði“, enda var það á kaldri árstíð. Þarna á leiðinni til Kaldadals fleygði rokið þokunni í svo þykkum flyksum niður um jörðina, að stundum sá skamt fram af hestahöfðunum. Þokubólstrana bar ört yfir hvern af öðrum, en stundum sá á milli þeirra til jöklanna, en það var ekki nema örskamt í senn. Mér heppnaðist þó með þessi svipsjónum á Ok og Langjökul að halda stefnu í milli þeirra nokkurn veginn þótt smákrókótt færi ég auðvitað.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: