
Heima er bezt er á dagskrá Hringbrautar í kvöld, klukkan 21:00. Nú er Þorrinn og því við hæfi að tala um gamlan íslenskan mat. Jón Gnarr ólst upp við að borða súrmeti. Rætt verður um margskonar sérstakan mat í þættinum.
Að auki verður farið í túr með togaranum Agli Skallagrímssyni og sagt frá baráttunni þegar Halaveðrið skall á með miklum þunga. Fleiri en sextíu sjómenn fórust. Við fylgjumst með einum þeirra sem komst lífs af. Hörð barátta upp á líf eða dauða.