- Advertisement -

Heima er bezt í sjötíu ár

Á þessu áru er sjötíu ár frá því að Heima er bezt hóf göngu sína. Tímaritið hefur því komið út ósltitið í sjötíu ár. Þess verður minnst á þessu ári. Ekki verður gefið út sérstakt afmælisblað heldur verður tímamótanna minnst í öllum blöðum ársins.

Afráðið er að á þessu ári verði gefin út átta tölublað í stað ellefu eins og gert hefur verið síðustu ár. Til þessa hafa verið gefnar út alls 576 blaðsíður á ári. Það mun ekki breytast neitt. Þau átta tölublöð sem koma út á þessu ári verða 72 blaðsíður hvert. Alls 576 blaðsíður eins og verið hefur.

Fleiri frétta er að vænta. Það er vilji núverandi útgefenda að auka veg og virðingu Heima er bezt.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: