- Advertisement -

Heima er bezt senn í prentun

Næsta tölublað Heima er bezt verður sent í prentun á morgun, mánudag. Blaðið verður áttatíu síður af fjölbreyttu efni. Fastir þættir verða á sínum stað auk þess sem nýir bætast við.

Hér er stutt sýnishorn úr vandaðri grein eftir Agnesi Arnórsdóttur sagnfræðing.

„Kaupmenn réðu mestu og lengi framan af og voru þeir flestir danskir. En landar voru einkum búðsetumenn eða tómthúsmenn eins og þeir voru oftast kallaðir. Þeir lifðu aðallega á fiskveiðum og voru ásamt sínu fólki drjúgur helmingur bæjarbúa allan fyrri hluta nítjándu aldar. Áður fyrr nutu búðsetumenn lítillar góðvildar af bændum og reynt var að sporna gegn fjölgun í stéttinni með löggjöf. Á nítjándu öld fjölgaði þó tómthúsmönnum i Reykjavík, þrátt fyrir andstöðu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og svo þetta: „Þá var helst til bjargar að fá lánað hjá kaupmanninum upp á væntanlegan fiskafla og ef fiskurinn gekk ekki á miðin var styrkur eða ölmusa úr fátæktarsjóðnum eina vonin.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: