- Advertisement -

Heimaskítsmát

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Oddviti Framsóknar í Reykjavík sýnir öll einkenni hrokafulls sjálfstæðismanns enda hlaut hann pólitískt uppheldi í Sjálfstæðisflokknum. Fyrsta einkennið var að lýsa flokkinn sigurvegara í Reykjavík þó flokkurinn hafi ekki endað nema í þriðja sæti. Gerði sig breiðan og sagði öll vötn renna til Framsóknar, sem gæti bara valið hvernig meirihluta hún myndar. Núna hefur Þórdís Lóa Oddviti Viðreisnar tekið einu réttu ákvörðunina. Að hanga á grastottunum, sem lafa yfir hinu pólitíska feigðargljúfri, og útilokað samstarf við niðurrifsöfl Sjálfstæðisflokksins. Þriðja einkennið er afneitun og heldur Einar Þorsteinsson áfram að mæla eins og örlagavaldur. 

Pirraður Einar á bara einn valkost vilji Framsókn í meirihluta og framvindan í höndum annarra flokka. Búið er að stífa Framsókn af. Nái Einar ekki að kasta skikkju drambseminnar af sér þá heldur núverandi meirihluti áfram með samstarfi við Sósíalistaflokkinn. Sá flokkur býr yfir reynslu ólíkt fulltrúum Framsóknar. Einar er heimaskítsmát og pólitískt laskaður örfáum dögum eftir kosningarnar. Þarf að fara bónleiðar til búðar vilji hann hafa áhrif.     


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: