Mannlíf

Helga Guðrún skiptir um skoðun

By Miðjan

October 11, 2021

Helga Guðrún Jónasdóttir þráði heitt að verða formaður VR. Reyndi en tapaði örugglega. Og hvað gera bændur þá?

Helga Guðrún hefur sýnilega misst áhugann á baráttu verkafólks er nú orðin formælandi félags atvinnurekenda. Þetta opinberar hún í Moggagrein í dag.

Greinin hennar endar svona:

“Atvinnufjelagið (AFJ) er nýtt hags­muna­fé­lag lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja sem ætlað er að mæta þess­ari þróun. Við hjá AFJ erum sann­færð um mik­il­vægi mennt­un­ar, sveigj­an­leika vinnu­markaðar­ins, vax­andi væg­is ein­yrkja á vinnumarkaði og lyk­il­stöðu lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja fyr­ir ís­lenskt efna­hags- og at­vinnu­líf. Okk­ur finnst því tíma­bært að breikka umræðuna á vinnu­markaði og freista þess að ná sam­tal­inu í gang í sam­vinnu við þá sem eru sam­mála okk­ur um að breyt­inga sé þörf; að tími bætta sam­skipta á vinnu­markaði sé runn­inn upp með hags­muni heild­ar­inn­ar að leiðarljósi og lít­il og meðal­stór fyr­ir­tæki njóti sann­mæl­is.”

-sme