- Advertisement -

Hér er eitthvað mölbrotið

Einkageirinn nýtur ekki síst góðs af þessu örlæti ríkissjóða.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Vikuleg skrif Styrmis Gunnarssonar í Morgunblaðið verða sífellt skrítnari. Hann er ekki fyrr búinn að líkja starfsháttum Evrópusambandsins við aðferðir Hitlers og félaga þegar þessi setning hér birtist á síðum Moggans „Þeir sem vinna hjá opinberum aðilum hafa engan skilning á því að sú staða getur komið upp að ekki sé til fyrir launum“. Þetta eru kaldar kveðjur til lækna, kennara, presta og þeirra sem sinna löggæslustörfum svo ég nefni bara fáein dæmi. Hann þykist hafa það á hreinu hvað opinberir starfsmenn skilja ekki. Mannfyrirlitning eins manns verður vart meiri.

Komi sú staða upp að ekki verði til fyrir launum þá er það ekki sérstaklega bundið við opinbera starfsmenn umfram þá sem starfa hjá einkageiranum. Eins og komið hefur í ljós í kóvít-19 faraldrinum þá snýr nútíma hagstjórn að því að mæta erfiðum efnahagslegum skakkaföllum með aukinni peningaútgáfu, skuldaaukningu hins opinbera og opinberum framkvæmdum. Það er sama hvert litið er um veröldina, úrræðin hafa gefist vel. Virka sem sveiflujafnari á efnahagshöggið. Einkageirinn nýtur ekki síst góðs af þessu örlæti ríkissjóða, sem ætlað er að halda eftirspurninni uppi í hagkerfinu. Það er liðin tíð að stjórnvöld bíði aðgerðarlaus hjá þegar alvarlegar niðursveiflur ríða yfir.

Styrmir er hinn íslenski Don Kíkótí, stundar skylmingar við vindmyllur.

Styrmir skrifaði á öðrum stað „Í einu ráðuneytinu gengur einn starfshópurinn undir nafninu dauðadeildin af því að þeir starfsmenn hafa ekkert að gera“. Eins og svo oft áður þá verður Styrmir eigin ímyndun að bráð. Hann setur því fram hreinan skáldskap. Hann nafngreinir ekkert ráðuneytið enda enga dauðadeild að finna. Þessi árátta Styrmis að setja fram skáldskap kom vel fram í umræðu um orkupakkamálið á árinu 2019. Í lok júní það ár þá skrifaði Styrmir að ónafngreindur ráðherra Sjálfstæðisflokksins hringi í flokksmenn og hóti ef afstaða til orkupakkans væri ráðherranum ekki að skapi. Þarna er sama slefbera-aðferðin á ferðinni hjá Styrmi. Engin nafngreindur og allir settir undir sama hatt.

Þetta er aðferð sem Styrmir grípur til þegar hann á sér fáa skoðanabræður og systur. Og líka þegar honum vantar athygli. Hann er ekki háloflegur maður. Það er öðru nær. Hann þolir ekki að hans ryðbrunna sverð virkar ekki lengur. Skrif hans verða fyrir vikið æ örvæntingarfyllri, flokkast sem vondur leirburður. Styrmir er hinn íslenski Don Kíkótí, stundar skylmingar við vindmyllur.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: