- Advertisement -

Hér er engu logið

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Að jafnaði þá er atvinnuleysið hartnær tvöfalt meira á Íslandi á tímabili myndarinnar.

Nýjar tölur vegna fyrri hluta þessa árs sýna að Ísland heldur áfram að dragast aftur úr.

Tvær sambærilegar eyjar öndvert á hnettinum gripu til ólíkra aðgerða vegna kóvít-19. Áhugavert er því að skoða hvernig eylöndunum hefur vegnað. Í sem styðstu máli þá kostuðu ákvarðanir ríkisstjórnar Katrínar Jak Ísland tugi ef ekki hundruð milljarða króna miðað við ef sambærilegar ákvarðanir og á Nýja Sjálandi hefðu verið teknar.

Á fyrri myndinni má sjá hvernig atvinnuleysi þróaðist ársfjórðungslega frá upphafi árs 2020 og til loka september 2021. Á Nýja Sjálandi fór almennt atvinnuleysi aldrei yfir 5,3 prósent á meðan það rauk upp í 11,3 prósent á Íslandi. Að jafnaði þá er atvinnuleysið hartnær tvöfalt meira á Íslandi á tímabili myndarinnar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Seinni myndin sýnir að íslenska þjóðarbúið dróst saman um 6,5 prósent á síðasta ári á meðan samdrátturinn var ekki nema 3 prósent á Nýja Sjálandi. Nýjar tölur vegna fyrri hluta þessa árs sýna að Ísland heldur áfram að dragast aftur úr. Þannig óx Sjálenska hagkerfið um 17,4 prósent á öðrum fjórðungi samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Á Íslandi þá var vöxturinn 7,3 prósent. Fyrsti fjórðungur ársins óx síðan um 2,9 prósent á Sjálandi á meðan samdráttur upp á 1,7 prósent var á Íslandi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: