- Advertisement -

Hin fullkomna kyrrstaða

Miklu frekar þá er búið að festa pilsfaldakapítalisma nýfrjálshyggjunnar í sessi ásamt minnkandi samkeppni.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Á myndinni má sjá hvernig landsframleiðsla á mann á föstu verðlagi þróaðist á árabilinu 2016 til 2020. Fyrri lóðrétta línan markar hvenær núverandi ríkisstjórn Katrínar Jak tók við. Seinni línan sýnir upphaf kóvít-19 faraldursins. Fullkomin kyrrstaða er í boði núverandi ríkisstjórnar. Allir vita að efnahagsstefna landsins hefur byggst á stefnu Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í áraraðir. Í síðustu grein þá sýndi ég ykkur afleiðingar hennar. Landsframleiðsla á mann á Íslands var 27 prósent minni en í Danmörku árið 2019. Munurinn gagnvart Svíþjóð var 13 prósent.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vera Vinstri grænna í ríkisstjórn hefur kallað fram fullkomna kyrrstöðu. Óbreytt ástand. Enginn drifkraftur né framför í efnahagslegu tilliti hefur fylgt ríkisstjórninni. Miklu frekar þá er búið að festa pilsfaldakapítalisma nýfrjálshyggjunnar í sessi ásamt minnkandi samkeppni. Með óbreyttri ríkisstjórn að loknum haustkosningum þá mun langvarandi og hátt atvinnuleysi verða staðreynd fyrir tugþúsundir manna. Velferð landsins mun minnka. Ný samþykkt fjármálastefna sem smíðuð var af Sjálfstæðismanninum Bjarna Ben og Framsóknarmanninum Willum Þór staðfestir þetta. 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: