Fréttir

Hirðir TR sumargjöfina?

By Miðjan

June 14, 2020

Jón Örn Magnússon og Viðar Eggertsson.

„Hvernig er það? Kemur ferðagjöfin til frádráttar frá greiðslum hjá Tryggingastofnun?“ Þannig spyr Jón Örn Marinósson.

Viðar Eggertsson reynir að svara: „Held ekki. Almenna reglan er að styrkir og verðlaun teljist til tekna og eru skattlögð. Þessi fimmþúsundkall er skattfrjáls fyrir alla, svo ég efast um að hann sé talinn til tekna – hvorki hjá fólki á vinnumarkaði né eftirlaunafólki,“ skrifar hann og bætir við:

„Þetta segi ég með þeim fyrirvara að vissulega eru vegir Tryggingastofnunar órannsakanlegir.“