- Advertisement -

Hjarðhegðun af dýrari gerðinni

Jóhann Þorvarðarson:

Sú ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur að skipa Ásgeir Jónsson í stól seðlabankastjóra í september 2019 er að kosta heimilin og fyrirtækin skuggalegar fjárhæðir vegna þess að uppsöfnuð verðbólga Íslandi er miklu meiri en hjá samanburðarlöndum.

Myndin sýnir uppsafnaða verðbólgu á Íslandi frá september 2019 til dagsins í dag, 21 prósent. Reiknað yfir á ársgrundvöll þá hefur verðbólga að jafnaði verið 6,3 prósent á sama tíma og markmið bankans er bólga upp á 2,5 prósent. Þannig að skekkjan nálgast að vera þreföld. Þetta er miklu meiri uppsöfnuð verðbólga en hjá samanburðarlöndum.

Því miður þá er það þannig að hagfræðingar hafa nú í bráðum 2 ár talað verðbólguvandann á Íslandi niður eins og síendurteknar spár um að bólgan fari nú að hjaðna endurspegla vel. Þegar nýjar verðbólgutölur komu út í gær þá byrjaði sami söngurinn um meinta hjöðnun. Sjálfur held ég mig við mína fyrri spá um að verðbólgan fari í 11-12 prósent. Verði það raunin þá erum við að horfa upp á enn verri horfur. Jafnvel, 18 prósent verðbólgu á næstu misserum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Verðbólga:

Nefnir hann að gámakostnaður hafi þá þegar aukist um 600 prósent í október 2021 miðað við verðin fyrir heimsfaraldurinn og kostnaður við hrávöruflutninga þrefaldast.

Hjarðhegðun er víðfeðmt vandamál meðal hagfræðinga, sem birtist í því að þegar einhver hagfræðingur virðist á yfirborðinu koma fram með góða greiningu, eða góða hugmynd í spjalli greiningaraðila, þá stökkva aðrir á vagninn og apa eftir. Virðist það vera svo að hagfræðinga skorti sjálfstraust og reynslu. Og að enginn vill vera boðberi slæmra verðbólgutíðinda. Hjarðhegðunin nær alveg upp í æðstu stjórn landsins: Seðlabanki og ríkisstjórn. Þessi hegðun er svo sem ekki ný af nálinni enda var hún allt um liggjandi á fyrsta áratug aldarinnar, sem leiddi af sér fjármálahrunið. Hegðunin hefur meira að segja náð inn í kjarasamningagerð hér á landi þar sem gengið er út frá kolröngum forsendum um vænta verðbólgu. Það hefur reynst launþegum dýrt spaug í formi tapaðs kaupmáttar nú um stundir.

Þó íslensku feilskotin séu af hærri stærðargráðu þá hafa erlendir hagfræðingar einnig misreiknað verðbólguna undanfarin misseri. Í þessu sambandi þá hefur prófessor Jonathan D. Ostry bent á að langvarandi áhrif hækkunar flutningskostnaðar með fraktskipum hafi verið vanmetin. Nefnir hann að gámakostnaður hafi þá þegar aukist um 600 prósent í október 2021 miðað við verðin fyrir heimsfaraldurinn og kostnaður við hrávöruflutninga þrefaldast. Í þessu sambandi bendir hann á að keðjuverkandi áhrif flutningskostnaðar vari mun lengur en til dæmis í tilviki hrávöruverðshækkana. Samkvæmt hans rannsókn þá tekur það allt að 18 mánuði fyrir hærri gámakostnað að vinna sig í gegnum öll lög virðiskeðjunnar á sama tíma og það taki aðeins 2 mánuði þegar hrávara hækkar í verði.

Ostry bendir einnig á annað sem veldur aukinni verðbólgu hjá sumum þjóðum umfram það sem best þekkist. Á hann þar við skort á tiltrú og vondar ákvarðanir seðlabanka viðkomandi lands. Slíkt getur orkað sem eldsmatur á verðbólgubálið. Niðurstöður hans eru í samræmi við samfellda gagnrýni mína undanfarin misseri á ákvarðanir Seðlabanka Íslands og að laus tunga seðlabankastjóra sé sérstakt efnahagsvandamál. Sú ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur að skipa Ásgeir Jónsson í stól seðlabankastjóra í september 2019 er að kosta heimilin og fyrirtækin skuggalegar fjárhæðir vegna þess að uppsöfnuð verðbólga Íslandi er miklu meiri en hjá samanburðarlöndum. Hún er til dæmis 8 prósentustigum hærri en í Danmörku.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: