Fréttir

Hjúkrunarfræðideild hlýtur veglegan styrk frá Nordforsk

By Miðjan

May 14, 2015

Menntun Fulltrúar frá Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands hlutu nýverið 91 milljónar króna styrk frá NordForsk, stofnun sem hefur umsjón með rannsóknasamstarfi á Norðurlöndum, til þátttöku í norrænu þverfaglegu rannsóknarverkefni. Þetta kemur fram á vef Háskóla Íslands.

Verkefnið ber heitið: „ActivABLES: Einfaldur tæknibúnaður til að stuðla að árangursríkri endurhæfingu heima fyrir fólk með heilablóðfall.“ Verkefnið er á frumstigi en það felur í sér þróun á tæki sem stuðlar að aukinni hreyfingu fólks með heilablóðfall. Unnið er að því að tækið verði einfalt í notkun og að sjúklingar og aðstandendur þeirra geti nýtt sér það heima hjá sér.

Sjá nánar hér.