- Advertisement -

„Eftir á sérfræðingurinn“

Hann sér ekki handa sinna skil í hatri um leið og hann hamrar skítaáróður á lyklaborðið.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Hörður Ægisson, leigupenni Helga Magnússonar, er með óvandaðri pistlahöfundum samtímans. Skortir málefnarök og hirðir lítt um að kynna sér málin frá mörgum hliðum. Hjá þessum hlandbrunna skrifara þá gildir að tilgangurinn helgi meðalið. Á köflum þá eru skrif hans afar ósmekkleg og hann er mikill eftir á sérfræðingur. Í dag þá líður Herði óvenju illa og er vanstillingunni beint að Evrópusambandinu og Vinstri grænum. Hann sér ekki handa sinna skil í hatri um leið og hann hamrar skítaáróður á lyklaborðið.

Í áróðri dagsins þá ræðst pésinn að stöðu bólusetningar á Íslandi. Telur að landið væri lengra á veg komið bara ef stjórnvöld hefðu ákveðið að sleppa öllu samstarfi við Evrópusambandið í bóluefnamálum. Orðrétt þá segir Hörður „Ísland er eitt þróaðasta ríki í heimi, efnað land með fáa íbúa og öfluga innviði, þar sem vilji til bólusetningar er ríkur. Þjóðin ætti, við venjulegar kringumstæður, að hafa alla burði til þess að bera sig saman við vestræn ríki sem standa utan Evrópusambandsins, á borð við Bretland og Bandaríkin“. Sem sagt, vegna þess að við erum fámenn og rík þá eigum við að frekjast fram fyrir þá sem fátækari eru. Málefnahelti eins manns verður vart meira.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bandaríkin banna útflutning á öllum bóluefnum og hrannast þau upp í lyfjaverksmiðjum landsins því margir kæra sig ekki um bólusetningu þar í landi eða verkferlar virka illa.  Á næstu dögum þá ætla Bandaríkjamenn að lána Kanada og Mexíkó smávegis af bóluefnum, en áfram verður útflutningsbann. Sömu sögu er að segja um Bretland. Stjórnvöld hafa ekki fengist til að birta útflutningstölur enda kannast engin við útflutt bóluefni frá Bretlandi. Á sama tíma þá sýnir Evrópusambandið ábyrgð og vill enga eingangrunarhyggju eða yfirgang. Sem dæmi þá er mikið magn bóluefna flutt frá verksmiðjum Pfizer í Belgíu til Bretlands á sama tíma og aðeins 8 prósent Belga hefur náð fullri bólusetningu. Hlutfallið er 38 prósent á Bretlandseyjum. 

Er eðlilegt að halda því fram að Ísland væri jafnsett Bandaríkjunum og Bretlandi í bóluefnamálum ef ekki væri fyrir samflot við Evrópusambandið? Nú er það svo að ekkert hindrar að Ísland geri eigin samninga um innkaup á bóluefnum samhliða samstarfi við Evrópusambandið. Þetta hefur forsætisráðherra staðfest. Frelsið hefur aftur á móti ekki bætt stöðu Íslands þrátt fyrir ríkidæmi, innviði og fámenni. Þegar heimslistinn er skoðaður þá situr Ísland í 34 sæti af í kringum 247 ríkjum yfir hlutfall þjóðarinnar sem hefur fengið bólusetningu. Sviss með sitt ríkidæmi og fallega innviði er ekki í samfloti með sambandinu, en landið situr í 52 öðru sæti. Rússar framleiða eigið bóluefni og sitja í 74 sæti heimslistans. Malta er í samfloti með Evrópusambandinu og situr í 21 sæti.

Ef ég grisja listann og tel þau svæði saman sem lúta beinum eða óbeinum yfirráðum Bandaríkjanna og Breta þá situr Ísland í 21 sæti heimslistans. Það er ekki slæmur árangur. Bandaríkin eru í fimmta sæti með Síle fyrir ofan sig. Hvað segir það okkur? Þjóðremba, yfirgangur og vanstilling mun ekki skila heiminum fyrr út úr faraldrinum heldur miklu frekar skaða ferlið. Aðalatriðið er þó það að spyrja að leikslokum. Úrslitin ráðast ekki í hálfleik þó pésinn haldi annað.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: