- Advertisement -

Hliðarveruleiki raðlygarans

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Efnahags- og siðferðilega vandamálið sem fylgir Ásgeiri er á ábyrgð Vinstri grænna enda skipaði Katrín Jakobsdóttir mann sem býr í sýndarveruleika.

Á fjölmiðlafundi hjá Seðlabankanum í dag þá sýndi Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri kunnuglega takta þegar hann sagði að Ísland væri á pari við erlendar þjóðir þegar kemur að verðbólgunni. Ég veit ekki hversu oft ég hef sýnt myndrænt að þetta eru ósannindi eins og svo margt sem frá seðlabankastjóra kemur.

Myndin sem fylgir sýnir hvernig uppsöfnuð verðbólga er á Norðurlöndunum síðan Ásgeir var skipaður í embætti 1. ágúst 2019 og fram til dagsins í dag. Íslenska gula súlan gnæfir yfir önnur Norðurlönd. Það breytir engu þó ég geri samanburð við önnur þróuð lönd. Ísland er einfaldlega ekki á pari við erlendar þjóðir hvað verðbólgu varðar. Og alls ekki á skipunartíma Ásgeirs.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Að seðlabankastjóri Seðlabanka Íslands reyni að selja landsmönnum falska frásögn er óboðlegt. Efnahags- og siðferðilega vandamálið sem fylgir Ásgeiri er á ábyrgð Vinstri grænna enda skipaði Katrín Jakobsdóttir mann sem býr í sýndarveruleika.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: