- Advertisement -

Hliðarveruleiki Sveins Guðjónssonar

EES svæðið er með meiri kaupmátt og getur því borgað hærra verð.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Það er mörg rangfærslan í grein Sveins í Mogganum 18. júlí. Ég ætla að tæpa á þeim helstu, en greinin er lúmskur áróður gegn samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES).

Sveinn segir Ísland þurfi í auknu mæli að huga að viðskiptum við önnur heimssvæði utan EES eins og að EES samningurinn komi í veg fyrir slíkt. Það er mikill misskilningur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eitt lítið dæmi sýnir stöðuna vel. Útflutningur sjávarafurða í tonnum talið er álíka mikill til Evrópusambandsins (ESB) og allra annarra landa í heiminum. Í krónum talið þá fáum við upp undir 60% meiri verðmæti á hvert tonn frá EES löndunum. EES svæðið er með meiri kaupmátt og getur því borgað hærra verð. Þessu vill Sveinn fórna.

Sveinn segir aðild Íslands að EES íþyngjandi og einangri landið frá öðrum heimshlutum. Dæmið hér að ofan hrekur þetta, en ég vil benda Sveini á fleiri staðreyndir:

 –   ESB er stærsta hagkerfi heimsins með 512 milljónir íbúa.  

–   ESB er með mestu utanríkisviðskipti í heiminum. Eru stærri en Bandaríkin.

 –   ESB flytur inn meira af vörum frá þróunarlöndum, ef olía er undanskilin, en Bandaríkin, Kanada, Japan og Kína til samans.  

–   70% af innflutningi frá löndum utan ESB og EES er tolllaus eða á mjög lágum tollum. Ólíkt Bandaríkjunum sem stundar viðskiptastríð þá er ESB upptekið að því að gera nýja fríverslunarsamninga. Nú síðast við Víetnam, Kanada og Suður Ameríku (Mercosur ríkin). Svo eru viðræður við Nýja Sjáland og Ástralíu í gangi. Svona má lengi telja. Ísland nýtur góðs af þessu. 

–   ESB er aðili að Parísarsamkomulaginu í loftlagsmálum ólíkt Bandaríkjunum.

 Ég læt þetta duga!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: