Fréttir

Samfylkingin hafnar einkavæðingu

By Miðjan

March 25, 2014

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Samfylkingu hefur lagt fram fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um hvernig hann hyggst breyta rekstri ríkisstofnanna, einsog kveðið er á um í fjárlögum.

Bjarni hefur opnað á að einkaaðilar komi í ríkari mæli að rekstri heilbrigðisstofnanna. Ljóst er að langt er á milli, til að mynda Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar, hvað þetta varðar.

Bjarni hefur nefnt sem dæmi að Salastöðin, sem er rekin af einkaaðilum, standist fullkomlega allan samanburð við aðrar heilsugæslustöðvar.