Fréttir

Hótelhaldarar og uppsagnir

By Gunnar Smári Egilsson

April 30, 2020

Gunnar Smári skrifar:

Það hafa ekki enn komið lagafrumvörp um greiðsluríkissjóðs á launum starfsfólks ferðaþjónustufyrirtækja í uppsagnarfresti, svo enn er óljóst hvort það myndi forgangskröfu í þrotabú, hvort og hvenær fyrirtæki sem lifa af eigi að borga þetta til baka eða hvort þetta er bara gjöf án nokkurra skilyrða. Og ekki síður: Er þetta bundið því að fólk fari heim eða geta fyrirtækin krafist vinnuframlags á uppsagnarfresti. En svo virðist sem stjórnendur Hótel Sögu líta á að þetta sem gjöf og að þeir geti látið starfsfólkið, alla vega hluta þess, vinna uppsagnarfrestinn með laun frá ríkinu.