
Jóhann Þorvarðarson skrifar:
Af þessum ástæðum þá hef ég um langa hríð haft þær áhyggjur að íslenski 5 prósent verðbólgumúrinn falli fyrr en síðar að óbreyttu. Þá verður styttra en áður í 7 prósent fyrirstöðuna, sem ég hef teiknað inn á eigin spálínurit.

Vöxtur ársverðbólgu í Bandaríkjunum er komin yfir 45 gráður halla eins og svarta örin á myndinni sýnir. Stóð bólgan í 6,2 prósentum núna í október og hefur ekki verið hærri á öldinni. Leita þarf aftur um 30 ár til að finna samjöfnuð. Bara í október þá jókst bólgan um 15 prósent eftir þriggja mánaða hægagang. Innan evrusvæðisins þá jókst verðbólgan um rúm 20 prósent í síðasta mánuði og er hún komin í 4,1 prósent. Eða á sama stað og rétt fyrir fjármálahrunið árið 2008.
Nýjar tölur sýna að vísitala framleiðsluverðs í Kína hefur hækkað um 13,5 prósent á einu ári. Línuleg breyting vísitölunnar frá júní í fyrra líkist veldisvexti. Síðast þegar ég sá vöxt af sambærilegum toga tók það Kínverja 14 mánuði að snúa þróuninni við. Á eftir kom tveggja ára tímabil þar til verðbreyting framleiðslukostnaðar var komin niður á skaplegt stig. Að lokum þræddi þetta sig inn í hækkanir neysluverðs sem náði í 5,4 prósent rétt áður en heimsfaraldurinn skall á. Neysluvörur hafa síðan lækkað, en eru teknar til við að hækka aftur. Munstrið gæti verið að endurtaka sig hjá Kínverjum og þá er betra að vera hlémegin.
Nýtt hrun?
Leiðrétting af þessari stærðargráður hefur stundum verið kölluð „hrun“ en þar ræður hversu hratt hlutirnir gerst. Við sjáum til hvað setur, en það er full ástæða til að staldra við. Tóna niður væntingar og horfa raunsætt á hlutina.
Margir telja að verðbólguþróunin sé tímabundið ástand, en æ fleiri hallast nú að því viðhorfi að ástandið verði langvinnt. Það eru nefnilega ekki til skyndilausnir við aðsteðjandi vandamálum, sem eru helst: ónæg flutningsgeta skipafélaga, gámaskortur, uppskerubrestur, öfgaveður, vöruskortur, kóvit-19 og vinnuaflsþurrð honum tengdum og að síðustu ójöfn dreifing bóluefna um heiminn. Af þessum ástæðum þá hef ég um langa hríð haft þær áhyggjur að íslenski 5 prósent verðbólgumúrinn falli fyrr en síðar að óbreyttu. Þá verður styttra en áður í 7 prósent fyrirstöðuna, sem ég hef teiknað inn á eigin spálínurit.
Ef við horfum aftur til Bandaríkjanna þá gaf seðlabanki landsins það út í upphafi faraldursins að stýrivextir yrðu ekki hækkaðir fyrr en árið 2024. Þessi áætlun hefur breyst með hækkandi verðlagi og aukinni atvinnu. Miðar bankinn nú við að vextir taki að hækka seinni part árs 2023. Ef verðbólgan og ákefðin að baki henni heldur áfram þá verður bankinn að endurmeta áætlanir sínar. Við gætum þá séð vaxtahækkanir á næsta ári.
Markaðurinn er nú þegar farinn að bregðast við og er ávöxtunarkrafa lengri ríkisbréfa þar vestra tekin til við að hækka af auknum þunga. Þetta spilar inn á hlutabréfamarkaðinn þar sem hlutabréf munu verða verðlögð út frá hærri ávöxtunarkröfu en sést hefur í áraraðir. Samhliða þessu þá gæti Seðlabanki Bandaríkjanna þurft að draga stórlega úr magnbundinni íhlutun og peningaprentun. Á sama tíma er ríkið að fara í mestu innviðafjárfestingar sem sést hafa í áratugi Í Bandaríkjunum. Eftirspurn eftir lánsfé gæti því snarplega aukist um leið og peningaframboð hægir á sér.
Sjálfur sé ég fyrir mér að eitraður kokteill gæti verið að hristast saman á tímum þegar hlutabréfaverð er í hæstu hæðum. Það ætti því ekki að koma á óvart ef stór verðleiðrétting upp á 38 til 50 prósent sé fram undan á hlutabréfamörkuðum. Leiðrétting af þessari stærðargráður hefur stundum verið kölluð „hrun“ en þar ræður hversu hratt hlutirnir gerst. Við sjáum til hvað setur, en það er full ástæða til að staldra við. Tóna niður væntingar og horfa raunsætt á hlutina.