- Advertisement -

Hrávara á bröttu ferðalagi

Jóhann Þorvarðarson:

Síðan veltur hér einnig á hver birgðastaða landsins er. Heilt yfir þá eru þetta slæm tíðindi og óvarlegt að tala um að verðbólgutoppi sé nú þegar náð.

Í nokkrum greinum á Miðjunni þá hef ég fjallað um vaxandi undirliggjandi verðbólgu. Eða verðhækkanir þegar sveifluvörur eru teknar út fyrir sviga. Segja má að um sé að ræða verðbólgugólf og þegar þessi mælikvarði vex mikið þá er gólfið að færa sig upp á við. Gólfplatan getur orðið að fyrstu eða annarri hæð.

Í dag birti Eurostat upplýsingar um verðhækkun hrávara eða vara sem jörðin gefur af sér. Helstu vöruflokkarnir eru matvara, málmar og olíur. Vissar vörur í þessum flokki komast ekki í útreikninga á undirliggjandi verðbólgu hér að ofan vegna óæskilegra verðsveiflna. Til að glöggva sig á þróun verðbólgunnar þá er samt nauðsynlegt að fylgjast með sveiflukenndu þáttum hagkerfisins. Á endanum þá færa þeir gólfplötuna til. Prýðilegt er því að lesa PPI-vísitöluna (Producer Price Index).

…kraftur verðhækkana er ískyggilegur.

Hún hækkaði um 5 prósent í ágúst frá mánuðinum á undan eftir að hafa hækkað um 4 prósent milli júní og júlí. Samtals er um 9 prósent hækkun að ræða eftir að vísitalan sýndi hófsemi í apríl til júní. Á ársgrundvelli þá hafa hrávörur hækkað um rúm 43 prósent samanber myndina, en kraftur verðhækkana er ískyggilegur.

Hækkanir undanfarna tvo mánuði eru ólíklega komnar fram í íslenskt verðlagi þar sem tíminn frá vörupöntun til afhendingar getur verið nokkrar vikur. Síðan veltur hér einnig á hver birgðastaða landsins er. Heilt yfir þá eru þetta slæm tíðindi og óvarlegt að tala um að verðbólgutoppi sé nú þegar náð.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: