- Advertisement -

Hreppsnefnd samþykkti ekki hjónaband

Hér er stutt brot úr ritgerð Huldu Sigurdísar Þráinsdóttur, „Líf til fárra fiska metið“ frá árinu 2011.

Lítið er minnst á ólögmætar giftingar í hreppsbókum eða bréfabókum hreppstjóra. Eitt dæmi um bréfaskipti vegna hjónaefna er þó að finna í bréfabók hreppstjóra Mjóafjarðarhrepps frá árinu 1891. Þar spyr Halldór Bjarnarson, prófastur að Presthólum, hvort hreppsnefnd Mjóafjarðarhrepps hafi „nokkuð á móti hjónabandi Páls Eiríkssonar og barnsmóður hans Önnu Pálsdóttur.“

Þann 1. júlí sama ár svarar hreppstjóri Mjóafjarðarhrepps.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sem svar upp á brjef yðar, háæruv. próf., af 5. f.m. skal yfður hjermeð tjáð, að hreppsnefndin hjer er ekki samþykk því að hið umrædda fólk gangi í hjónaband. Brjef yfðar gefur ekki tilefni til að vjer tilgreinum, af hvaða ástæðum.

Ekki er gott að vita hvaða ástæður hafa legið að baki þessu neikvæða svari hreppsnefndarinnar. Þó er líklegast að fátækt, t.d. gamall sveitarstyrkur, hafi legið þar að baki. Í manntali 1890 er Páll skráður húsmaður, sjómaður á Voginum í Norður-Þingeyjarsýslu, 24 ára gamall. Anna Pálsdóttir er þar skráð „hjá honum“, ásamt syni þeirra tveggja ára. Ekki verður séð í manntalinu að þau njóti sveitarstyrks á þeim tíma. Heldur virðist þó hafa ræst úr fyrir þeim skötuhjúum því að í Vesturfaraskrá eru þau skráð hjón 1893, en það ár sigldu þau til Ameríku ásamt tveimur sonum sínum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: