- Advertisement -

Hrunadóttir valin til forystu

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Margar fjölskyldur misstu heimili sín og allt sparifé. Enduðu á götunni, inn á gafl hjá vandamönnum eða í leiguokri.

Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir á ekki langt að sækja óábyrgt tal sitt og úreltar stjórnmálaskoðanir enda dóttir eins af höfundum og hvatamönnum einkavinavæðingar bankanna snemma á öldinni. Aðgerðar sem leiddi af sér fullkomna græðgisvæðingu landsins þar sem dásamað var að græða á daginn og grilla á kvöldin. Aðilar tengdir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum komust óverðskuldað í aðstöðu og gengu um sparifé landsmanna á drullugum skónum. Margar fjölskyldur misstu heimili sín og allt sparifé. Enduðu á götunni, inn á gafl hjá vandamönnum eða í leiguokri. Móðir Ragnhildar Öldu er helst þekkt fyrir að semja niðrandi stökur um sköp kvenna og grafa þannig undan stöðu helmings þjóðarinnar.

Ragnhildur Alda hefur talað af sama ábyrgðarleysinu og faðir hennar gerði um einkavinavæðinguna. Segir ranglega að fjárhagsstaða Reykjavíkur sé á hættulegum slóðum. Ragnhildur Alda apar þar með upp ósómann í Eyþóri Arnalds og Kjartani Magnússyni. Þessir aðilar láta sannleikann í léttu rúmi liggja í tilraunum til að koma Sjálfstæðisflokknum til valda í borginni.

Eins og ég hef rakið í eldri greinum þá er fjárhagsstaða borgarinnar með ágætum á meðan sveitarfélögin í kringum höfuðstaðinn eru komin í fjárhagsvandræði flest hver vegna óstjórnar Sjálfstæðisflokksins. Áritaðir og endurskoðaðir ársreikningar staðfesta slæmt ástandið í kringum Reykjavík. Meira að segja Garðabær, höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins, er með verri fjárhagsstöðu en höfuðstaðurinn á alla hefðbundna mælikvarða. Það er því mikilvægt að borgarbúar, sem og íbúar annarra sveitarfélaga, átti sig á að atkvæði veitt Sjálfstæðisflokknum í komandi sveitarstjórnarkosningum er ávísun á fjárhagslegan glundroða og afturför.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég vil minna á að Sjálfstæðisflokkurinn var á móti lagningu göngu- og hjólastíga um borgina.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: