- Advertisement -

Hungursneyð jarðar

Þannig að það er umhverfisvæn ráðstöfun að borða ekki nautakjöt.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Heyrðu, vissir þú að ef matarframleiðslu í heiminum árið 2009 væri skipt jafnt niður á áætlaðan mannfjölda árið 2050 þá vantar 1.000 kalóríur á hvern jarðarbúa til að mæta daglegri orkuþörf. Meðalmaður þarf 2.000 kalóríur á dag þannig að helming orkunnar mun skorta.

Vissir þú að framleiðsla á nautakjöti sleppir sexfalt meira af gróðurhúsalofti út í andrúmsloftið á hvert kíló af próteini en hvítt kjöt. Þannig að það er umhverfisvæn ráðstöfun að borða ekki nautakjöt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og vissir þú að fjórðungur matar í heiminum endar á haugunum, og ef við minnkum matarsóun um helming minnkar kalóríuskorturinn árið 2050 um 20%.

Og vissir þú að það er ekki lúðalegt að nota strætó til að vinna gegn hlýnun jarðar. Þegar ég bjó í París á námsárunum voru þeir sem notuðu einkabílinn álitnir lúðalegir!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: