Greinar

Hvað er að frétta af uppljóstrara Seðlabankans?

By Ritstjórn

November 25, 2019

Árni Mar Jensson skrifaði:

Sé eftirgreind frétt sönn um íhlutun forsætisráðuneytisins gagnvart varnarlausum uppljóstrara RÚV, í máli Seðlabankans gegn Samherja, hlýtur það að vekja alvarlegar spurningar um hæfi/vanhæfi forsætisráðherra og þar með ríkisstjórnarinnar í heild í Samherja-Namibíumálinu?

„Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bendir lögreglunni á að rannsaka starfsmenn Seðlabankans vegna samskipta við fréttamann Ríkisútvarpsins. Þorsteinn Már Vilhjálmsson, forstjóri Samherja, hefur kært fimm stjórnendur Seðlabankans og vill koma fyrrverandi seðlabankastjóra í fangelsi. Bréf forsætisráðherra til lögreglu er nú í höndum Stöðvar 2 og bréf Seðlabankans til forsætisráðherra er komið til mbl.is.”