- Advertisement -

Hvað eru margir fátækir á Íslandi!

Á landinu eru um það bil 14.100 konur með framfærslutekjur undir framfærslukostnaði og karlarnir teljast vera samtals 17.965.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Til að skýra kjaraviðræður Eflingar við Reykjavíkurborg þá er ágætt að setja tölu á það hversu margir fátækir búa á Íslandi. Að þessu sinni þá birti ég upplýsingar um einstæðar konur og karla sem eru jafnframt barnlaus og búa í leiguhúsnæði. Aldursbilið sem ég miða við er 25-64 ár.

Á landinu eru um það bil 14.100 konur með framfærslutekjur undir framfærslukostnaði og karlarnir teljast vera samtals 17.965 sé miðað við árið 2018. Samtals eru þetta 32.065 manns.  

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í augum valdhafa þá má ekki bæta kjör þessa hóps, eða 9% landsmanna, því þá fer eitthvað jafnvægi í ójafnvægi. Þetta svo kallaða jafnvægi hefur samt aldrei verið fyllilega útskýrt fyrir þjóðinni. Þetta er eitthvað svona loðið og ljótt sem áróðursmenn gegn betri kjörum fátækra henda fram og allir verða voða hræddir af þarflausu!

Ég vil benda á eina staðreynd í samhengi við þetta fræga jafnvægi að frá því að Lífskjarasamningar voru undirritaðir þá hefur verðbólgan lækkað úr 3,3% og niður í  1,7% þrátt fyrir áróður um hættu á öðru. Þannig að ekki eru kröfur láglaunahópa  að valda verðbólgu og ójafnvægi!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: