- Advertisement -

Hvað gerir launþegahreyfingin núna?

Jóhann Þorvarðarson:

Tíðindin sýna að frumhlaup SGS að semja án samflots við aðrar launþegahreyfingar eru alvarleg og dýrkeypt mistök því það var vitað að Bandaríkin, Bretland og Evrusvæðið myndu hækka sína vexti í gær og í dag.

Í gær þá hækkaði Seðlabanki Bandaríkjanna stýrivexti upp í 4,5 prósent. Bankinn sendi jafnframt út þau skilaboð að vextirnir muni fara vel yfir 5 prósent á næsta ári og verða þeir þá komnir á slóðir sem ekki hafa sést síðan um aldamótin. Breski og Evrópski seðlabankinn fylgdu í kjölfarið í dag og hækkuðu sína stýrivexti einnig um hálft prósent. Báðir bankarnir sögðu eins og sá bandaríski að enn meiri vaxtahækkanir væru í farvatninu. Christine Lagarde seðlabankastjóri Evrópska seðlabankans var sérstaklega skýr með það á blaðamannafundi bankans í dag að von væri á nokkrum hálfsprósenta hækkunum með jöfnu millibili eða þar til taumhald kemst á verðbólguna.

Eftir nýjustu hækkanirnar þá eru stýrivextir komnir í 3,5 prósent í Bretlandi og 2,5 prósent á Evrusvæðinu. Þetta gerist þrátt fyrir að verðbólga hafi heldur hopað að undanförnu, en ástæða vaxtahækkana er rakin til mikillar undirliggjandi verðbólgu. Hún stendur í 6 prósentum þar vestra, rúmum 6 prósentum í Bretlandi og innan Evrusvæðisins þá liggur undirliggjandi bólgan í 5 prósentum. Christine lét jafnframt hafa eftir sér að þó búast megi við lækkun verðbólgunnar í desember þá áætli Evrópski seðlabankinn að bólgan hækki aftur í janúar og febrúar. Þannig að þeir, sem haldið hafa ítrekað fram að búast megi við hjöðnun bólgunnar snemma á næsta ári, þurfa að endurhugsa hugsunarskekkjuna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

SGS FYLGIST AUÐSJÁANLEGA ILLA MEÐ ALÞJÓÐLEGRI ÞRÓUN OG ER NÚ RÚIÐ TRAUSTI OG TILTRÚ.

Álestur verðbólgumæla á Íslandi sýnir enn meiri undirliggjandi verðbólga og stendur hún í 7 prósentum nú um stundir. Mikil undirliggjandi verðbólga og sú stefna Seðlabanka Íslands að verja íslensku krónuna með háum stýrivöxtum táknar að mínu mati að bankinn mun halda áfram að hækka vexti. Í þessum efnum þá hefur bankinn sýnt að hann vilji að stýrivaxtamunur milli Íslands og þeirra landa sem hér er fjallað um sé mun meiri en hann er akkúrat í dag. Sögulega þá hefur vaxtamunur stýrivaxta ekki verið minni en 3-4 faldur. Jafnvel meiri.

Tíðindin sýna að frumhlaup SGS að semja án samflots við aðrar launþegahreyfingar eru alvarleg og dýrkeypt mistök því það var vitað að Bandaríkin, Bretland og Evrusvæðið myndu hækka sína vexti í gær og í dag. Væntingar markaðarins og skilaboð seðlabanka hafa verið eindregið í þá veru að vextir haldi áfram að hækka. SGS fylgist auðsjáanlega illa með alþjóðlegri þróun og er nú rúið trausti og tiltrú. Það eitt og sér hlýtur að kalla á breytingar á forystu sambandsins, en það er í höndum aðildarfélaga SGS og félagsmanna þeirra að kalla fram þær breytingar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: