- Advertisement -

Hvað næst?

Eigum við ekki bara að leggja niður rannsóknarlögregluna?

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Seðlabanki Íslands rannsakaði sjálfan sig vegna fjárfestingarleiðar bankans. Gefur út skýrslu. Allt bara „goody“ og allir stikkfrí.

Nú ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að rannsaka sjálfan sig. Útskýra á hvernig Ísland vann sig inn á peningaþvættislistann. Rannsókn stjórnað af Bjarna Ben og Áslaugu Örnu. Gefin verður út skýrsla og í henni mun standa að um misskilning sé að ræða hjá útlendingunum. Þeir þurfi í endurmenntun eins og Þorgerður Katrín sagði fyrir hrun.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á sama tíma liggur fyrir stjórnarfrumvarp sem Þórdís Kolbrún leggur fram. Draga á augntennurnar úr eftirlitinu svo fyrirtækin geti komið á fákeppni. Síðan eiga þau að meta sjálf hvort samruni fyrirtækja sé í samræmi við samkeppnislög.

Og hvað næst? Eigum við ekki bara að leggja niður rannsóknarlögregluna. Brotamenn rannsaka bara sjálfan sig, meta eigin hegðun og gefa út sakleysisvottorð. Lögmál frumskógarins tekur við!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: